Visit Iceland

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

Íslandsstofa

Okkar hlutverk

Bakendaforritun, framendaforritun, Notendaupplifun, mörkun, hönnunarkerfi, CMS uppsetning, hönnun

Tæknistakkur

React, TypeScript, Gatsby, AWS, Sass, Netlify, Prismic, Figma, Photoshop, lllustrator

Um verkefnið og markmið þess

Visit Iceland vefurinn er samstarfsverkefni Íslandsstofu, Menningar- og viðskiptaráðuneytisins og Ferðamálastofu. Vefurinn var kosinn best hannaði ferðavefur í heimi 2022 samkvæmt lista frá Skift, sem er leiðandi fréttamiðill og upplýsingaveita um ferðaþjónustu í heiminum, og var þá vakin sérstök athygli á framsetningu á sjálfbærri ferðaþjónustu.

Markmiðið með visiticeland.is er að upplýsa ferðamenn um allt sem vert er að vita þegar ferðast er til Íslands og um landið sjálft. Ísland er stórbrotið land sem getur reynst mörgum hættulegt ef þau ekki þekkja til landsins og þeirra aðstæðna sem hægt er að lenda í ef fólk er ekki við því búið.

Vefsíðan á ekki aðeins að upplýsa viðkomandi um landið, ferðamáta, landafræði og almennar upplýsingar, heldur einnig hvað hægt er að gera á þessu stórkostlega landi okkar, s.s. hugmyndir að gistingu, afþreyingu, upplifunum, menningu og mörgu fleiru.

Visit Iceland var á dögunum valinn best hannaði ferðavefur heims af skift.com

Nytsamlegar upplýsingar og fróðleikur

Visiticeland.com er stútfullt af allskonar nytsamlegum upplýsingum og skemmtilegum fróðleik, sem kemur fram bæði í formi frétta og greina á vefnum. Einnig inniheldur síðan margar sniðugar og áhugaverðar lausnir, og alltaf eru fleiri í bígerð!

Sem dæmi má nefna Ferðmannaterljarann eða “visitor numbers” þar sem fram koma vinsælar ferðamanna staðsetningar á Íslandi. Þar má sjá talningu á fjölda ferðamanna gærdagsins og ársins ásamt því hvaða tími dagsins er fjölmennastur. Þannig geta ferðamenn skipulagt ferð sína samkvæmt því og mögulega sniðgengið háannatíma ef vilji er fyrir því.

“Things to do” er síukerfi með spjöldum til að hjálpa ferðamönnum að finna það sem þau sækjast eftir, hvort sem það er ákveðin gisting, menning, veitingastaðir, afþreying, ferðamáti, ferðavegir eða almennar upplýsingar.

“Carbon footprint” eða Kolefnisreiknivélin reiknar út kolefnisfótspor viðkomandi á hans ferðalagi um landið, miðað við þær upplýsingar sem viðkomandi gefur. Reiknivélin byggir á meðalneyslu viðkomandi miðað við rannsóknir á ferðahegðun á Íslandi.

“Charging stations” er hleðslustöðvarkort sem sýnir allar þær rafhleðslustöðvar fyrir rafbíla sem í boði eru á Íslandi. Þarna getur viðkomandi sett inn staðsetningu frá og til þess endapunkts á sínu ferðalagi og séð hvaða hleðslustöðvar eru í boði á leiðinni. Kortið er einnig tengt “things to do” síðunni og reiknar þannig út og sýnir viðkomandi allar þær afþreyingar og gistingar sem í boði eru á leiðinni.

The Icelandic pledge og Outhorse your email

"The Icelandic pledge" er sáttmáli í formi þrepakerfis, sem gerður er fyrir fólk sem vill ferðast um Ísland. Hugmyndin var koma fram skemmtilegri lausn sem hvetur fólk til að taka þátt í skuldbindingu Íslands um að varðveita náttúru landsins og bera virðingu fyrir umhverfinu sínu.

"Outhorse your email" var auglýsingaherferð fyrir Ísland sem ferðaáfangastað sumarið 2022. Herferðin átti að undirstrikar mikilvægi þess lifa í augnablikinu og skilja stressið og streitu frá vinnu eftir í vinnunni. Hugmyndin með "outhorse your email" var að fá einhvern annan til að svara vinnutengdum tölvupóstum þínum á meðan þú ert í fríi á Íslandi. Og hvað þá betra en að fá íslenskan hest til að sjá um þín mál meðan þú nýtur þín í fríinu.