Hagkaup
Heimsækja Vef
Viðskiptavinur
Hagkaup
Okkar hlutverk
Bakendaforritun, Nytsemisprófanir, samþætting grunnþjónusta, framendaforritun, uppsetning rekstrarumhverfis, Notendarannsóknir, ráðgjöf og greiningarvinna, uppsetning og val á cms kerfi, Verkefnastjórnun, hönnun
Tæknistakkur
Figma, React, Next.js, Typescript, Cypress, Jest, Prismic, Netlify functions.
Um verkefnið og markmið þess
Júní sá um ráðgjöf, hönnun og forritun á vefverslun Hagkaups þar sem ný mörkun fyrirtækisins var yfirfærð á glænýjan og glæsilegan vef.
Ráðgjafar Júní komu að verkefnafyrirkomulagi og verkefnastjórnun verkefnisins en ráðgjöfin fólst m.a. í því að aðstoða við mönnun verkefnis, greiningu gagna, forgangsröðun verkhluta og undirbúning ákvörðunartökufunda fyrir stjórnendur.
Hönnuðir Júní sáu um útlitshönnun vefsins og upplifunarhönnun notandans allt frá fyrstu heimsókn á vefinn til vöruafhendingar. Áhersla var lögð á einfaldleika, fágun og framúrskarandi þjónustu við viðskiptavininn. Markmiðið var að notandinn upplifði sömu góðu þjónustu í vefversluninni og ef hann mætti í sjálfa verslunina.
Forritarar Júní sáu um tæknilega hönnun og útfærslu á síðunni ásamt samþættingarlögum við innri kerfi. Mikil áhersla var lögð á aðgengismál, leitarvélarbestun og framistöðu vefsins. Síðan fær mjög óreglulega traffík sem útskýrist af hluta til af markaðsherferðum og því var lögð mikil áhersla á sjálfvirka ferla við skölun kerfa sem tryggir stöðuleika kefisins.
Notendur í fyrirrúmi
Við þróun á Hagkaup.is/snyrtivara voru gerðar notendarannsóknir strax í upphafi verkefnisins þar sem farið var vel yfir það hvers konar notendur við værum að hanna fyrir. Út frá niðurstöðum var haldið af stað með hönnun vefsíðunnar og mikið lagt í að síðan yrði sem allra einföldust, skilvirkust og fallegust fyrir notendann.
Á meðan á þróun stóð voru notendur fengnir í nytsemipróf þar sem þeir voru fengnir til að segja frá sinni upplifun af vefversluninni en niðurstöður voru síðan nýttar til að gera vefverslunina enn betri. Það var gríðarlega mikið sem notendur lögðu til í þessu verkefni og margt sem bættist við og/eða breyttist til hins betra eftir samtöl við notendur. Vefverslunin hefur fengið mikið lof fyrir einfaldleika og skilvirkni.
Áskoranir
Stærstu áskoranir í smíði vefsins voru tengingar við öll undirliggjandi kerfi og vöruhús en mikið var lagt í að sú vinna væri sem allra best með aðkomu þverfaglegs teymis sérfræðinga í hverju kerfi fyrir sig. Verkefnið var unnið í verkefnahraðli þar sem viðskipta- og tækniteymi vinna að sameiginlegu markmiði á fyrirfram ákveðnum verkefnatíma. Vefur Hagkaupa fær mjög ófyrirsjáanlega umferð þegar hún er skoðuð kerfislega frá. Þetta stafar meðal annars af því að markaðsefni myndar sveiflur ásamt því sem afsláttardagar setja mikið álag á kerfið.
Með þessa ófyrirsjáanlegu umferð í huga var tekin ákvörðun um að nota Netlify fyrir hýsingu á framenda. Netlify sér um sjálfvirka skölun, CDN og heldur flýtiminni fyrir mikið notuð skjöl, t.d. next.js cache fæla. Þá notuðumst við líka við millilag sem tengir framendann við nauðsynleg bakenda kerfi, en millilagið er hýst í Netlify functions (AWS Lambda) og gefur sú nálgun sveigjanleika í skölun stakra endapunkta. Að auki þá höldum við úti læstum prófunarumhverfum ásamt sjálfvirkum útgáfuferlum fyrir öll umhverfi sem prófa, skjala og gefa út breytingar sjálfvirkt eftir samþykki hagsmunaaðilar. Þessi uppsetning hefur reynst vel og hefur verið mikil ánægja hjá verkkaupa með útfærsluna.