Teiknuð mynd af fólki að nota tækni

Ísland.is

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

Stafrænt Ísland

Okkar hlutverk

Verkefnastjórnun, hönnun, framendaforritun, bakendaforritun, ráðgjöf og greiningarvinna, uppsetning og val á cms kerfi, uppsetning á leitarvél, hönnunarkerfi

Tæknistakkur

NextJS (React), NestJS, GraphQL, Elasticsearch, Kubernetes, AWS, Contentful

Um verkefnið og markmið þess

Ísland.is vefurinn er þjónustu- og upplýsingavefur. Markmið Ísland.is er að gera alla opinbera þjónustu aðgengilega á einum stað þar sem ætlunin er að þjónusta notendur eins vel og kostur er.

Vefurinn er miðpunkturinn í stærra verkefni sem snýr að því að bæta og efla stafræna þjónustu stjórnvalda heilt yfir með það að markmiði að stafræn samskipti verði megin samskiptaleið almennings við hið opinbera í náinni framtíð.

Verkefnið hlaut verðlaun fyrir verkefni ársins, opinber vefur ársins og aðgengilegasti vefur ársins 2021 ásamt því að vera valinn opinber vefur ársins 2020 á Íslensku vefverðlaununum.

Skjámynd af vefsíðu Ísland.is

Vefur í sífelldri þróun

Ísland.is hefur verið í sífelldri þróun frá því að hann var gefinn fyrst út árið 2020. Vefurinn verður sífellt öflugri þar sem meiri upplýsingar bætast stöðugt inn á hann ásamt nýjum og bættum ferlum og fleiri sjálfsafgreiðsluferlum.

Nú þegar er að finna yfir 1.000 umsóknir á vefnum, þar af yfir 100 umsóknarferli sem hafa alfarið verið gerð stafræn, ásamt ýmsum öðrum upplýsingum um þjónustu hins opinbera.

Ásamt því að bæta við vefinn nýju efni og ferlum tryggjum við að vefurinn sé aðgengileg fyrir alla notendur og er þá sérstakt tillit tekið til þeirra sem eiga í erfiðleikum með að nýta sér stafræna þjónustu vegna einhverra hamlana. Tekið er mið af aðgengi við val á letri, litum, orðum og öðru þegar það á við. Þess ber að geta að vefurinn er reglulega tekinn út af þriðja aðila sem fer yfir aðgengismál og vinnum við úrbætur á aðgengismálum samkvæmt niðurstöðum.

Sem fyrr er allur kóði sem skrifaður er fyrir vefinn opinn. Öll hugbúnaðarþróun á vegum Stafræns Íslands á að vera opin og frjáls, enda sameign okkar allra en 20 teymi frá 14 fyrirtækjum koma að þróun á innviða- og sjálfsafgreiðslulausnum ísland.is.

Skjámynd af síma
Skjámynd af vefsíðu Ísland.is
Skjámynd af vefsíðu Ísland.is, löng

Lærdómsríkt verkefni

Við höfum lært gríðarlega mikið á samstarfi okkar við Stafrænt Ísland. Við tókum virkan þátt í uppbyggingu á innviðum verkefnisins og höfum fengið að vaxa og dafna innan þess.

Við höfum lært mikilvægi góðrar kóðarýni, útgáfustjórnunar, skilvirkrar verkefnastýringar og svona mætti lengi telja. Ekkert er ómögulegt og oftast er hægt að finna lausn á þeim áskorunum sem koma upp í verkefnum. Að læra af öðrum fyrirtækjum og verkefnum er eitthvað sem við höfum tilteinkað okkur - Það er nefnilega ekkert mál að vinna í þverfaglegu teymi með góðum árangri ef teymið er með sameiginlega sýn og skýr markmið.

Skjámynd af síma