Lyf & heilsa
Heimsækja Vef
Viðskiptavinur
Lyf & heilsa
Okkar hlutverk
Hönnun, mörkun, ráðgjöf, framendaforritun, CMS uppsetning
Tæknistakkur
Figma, Prismic, Omni Server, GraphQL, Typescript
Um verkefnið og markmið þess
Lausnin sem varð til er ný vefsíða, vefverslun og lyfjagátt fyrir Lyf og heilsu þar sem notendur geta verslað smávöru, lausasölulyf og pantað tiltekt á lyfseðila. Notendur geta séð rafræna lyfseðla fyrir sig og börnin sín* í lyfjagáttinni með því að skrá sig inn á lyfjagátt Lyf og heilsu með rafrænum skilríkjum.
Það var lærdómskúrva fyrir okkur að fara í gegnum öryggis úttekt frá Syndis (fyrir hönd Landlæknis), stjórnunarlega útttekt sem og framkvæma áhættumat fyrir lausnina.
Við lærðum hversu flókið afgreiðsla lyfseðilsskyldra lyfja er í raun og veru og hversu mikið og stíft (ef til vill gamaldags) regluverkið í kringum þennan bransa er. Það á eftir að endurskoða það með tilliti til stafrænna lausna/sjálfsafgreiðslulausna á borð við þá sem við bjuggum til.
Það er gríðarlega mikilvægt í umfangsmiklu verkefni sem þessu að hafa skýra vefhönnun sem tekur mið af þörfum notenda (helst með notendaransóknum) áður en þróun hefst.
Mikilvægt að hægt sé að sannreyna þær forsendur sem lagðar eru upp með í greiningarfasa svo það komi ekki upp hindranir í miðju þróunartímabili.
Hrikalega skemmtilegt en krefjandi verkefni þar sem það voru alltaf nýjar kröfur að poppa upp sem við þurftum að taka mið af.